Hin þekkta skáldsaga King Solomon's Mines (Námur Salómons konungs) eftir H. Rider Haggard kom fyrst út árið 1885 og varð strax metsölubók. Hún markaði upphaf nýrrar bókmenntagreinar innan ævintýra- og vísindaskáldskapar sem á ensku kallast "Lost World".
Ævintýramaðurinn Allan Quatermain er fenginn til aðstoðar við leit að manni nokkrum sem hvarf í leiðangri til að finna hinar sögufrægu námur Salómons konungs og fjársjóðinn sem þær voru taldar geyma.